smá spurning já heyrðu ég á einn kött sem varð 7ára núna í september og hún er búin að vera dekurdýrið á heimilinu síðan hún kom, hún hefur alltaf verið alger vælikjói eða svona stundum heldur maður að hún sé mennsk ;D hún vælir á mann þegar maður á að koma að klappa sér, og svo syngur hún með manni.


svo kann hún að opna glugga að innan ;D þarf ekkert að fá kattalúgu fyrir hana ;D hehe en já sammt þessi spurning er; hún var alltaf vön að sofa uppí hjá mér þangað til hún fór að taka uppá því að vera klórandi í rúmið mitt svo ég vaknaði, þetta er nýlegt rúm og þessvegna var ég með það í undirmeðvitundinni að hún væri að klóra.

En hún er sammt allaf svo góð, en ég þurfti alltaf að skamma hana en svo endaði með því að ég fór að láta hana vera frammí þvottahúsi en þá fór hún að míga í mottuna sem mamma var ekkert mjög hress með.

En við tókum mottuna og látum hana sammt vera þarna.

mín spurning er : er þetta eðlilegt hjá svona dekurdýrum einsg Slaufa er?? eða er þetta bara hún

og ætli hún sé að reyna að fá athygli með því að vera að gera þetta, hef margoft farið framm og þá er oftast eitthvað í dallinum. en endilega svarið eins fljótt og hægt er ;D