Farið þið með köttinn ykkar út að labba ? Eða þekkið einhvern sem gerir það? Ég er að pæla að fara að gera þetta….. Ég vil ekki hleypa honum einum út strax en hann er að brjálast á inniverunni, alltaf að reyna að opna glugga……
ææ.. sko í gamla hverfinu mínu var alltaf þessi gamla kona sem fór út að labba með köttinn sinn í bandi og kötturinn labbaði alltaf nákvæmlega einu skrefi á undan henni. Ógeðslega krúttlegt, en annars.. þá á ég ekki kött en finnst þeim ekki best að vera frjálsir eða eitthvað?
jú ég held það en þetta er örugglega spurning um að týna ekki kettinum, þeir koma náttla alltaf heim aftur en ef ekki þá kannski óskar maður að maður hefði passað hann betur……
já oki…… ég er samt að verða rólegri núna, hleypti mínum út í garð í smástund í gær og tók hann svo inn, ég sleppti ekki augunum af honum eitt augnablik….. en ég er að pæla að reyna að fara út að labba með hann í bandi……
Það var gerð heiðarleg tilraun til að fara með kisuna mína út í band þegar hún var kettlingur. Hún streittist svo mikið á móti að það var algjörlega gefið upp á bátinn. Síðan þá eru liðin fimmtán ár og hún hefur aldrei stigið loppu inn í kisuband síðan. Bandið týndist meira að segja nokkrum dögum síðar og við höfum sterkan grun um að hún hafi falið hana fyrir okkur. Annars held ég að þetta sé mjög mismunandi eftir köttum. Prófaðu bara að fara með þína og sjáðu hvernig henni líkar það.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..