Til er líka þjóðsaga meðal araba um sköpun kattarins sem á að sanna það að hann sé á vissan hátt afkomandi ljónsins. Þegar Nói var á siglingu í örkinni sinni forðum daga þá bar svo við, sem ekki er í rauninni í frásögur færandi, að ljónið, sem auðvitað var innan borðs, þurfti að hnerra og þetta var verulega harður hnerri því að út úr annari nös ljónsins þeyttist lifandi skepna og það var hvorki meira né minna en alskapaður köttur. Það er því í örkinni sem kötturinn sá fyrst dagsins ljós.
Það er fullkomið samræmi í allri líkamsbyggingu kattarins enda er hann flestum dýrum fimari. Í öllum hreyfingum hans er dásamleg mýkt. Og áræðinn er hann þegar hann er búinn að skipta skapi á annað borð og hikar þá ekki við að ráðast á það sem honum er meiri máttar. En hann getur líka verið eindæma ljúfur í viðmóti þegar hann vill svo við hafa. Þið vitið að augu kattarins eins og glóa í myrkri. Augun endurkastast þessari birtu og líta þau þá út eins og neistar í myrkrinu.
Plempen!