ég fékk fress úr kattholti núna í sumar. Konan sem tók á móti okkur var mjög almennileg og aðstoðaði okkur eftir bestu getu. Við vildum ekki fá kettling (þá sleppur maður yfirleitt við kettlingalæti og að ala þá upp, sbr. að pissa í kassa, klóra ekki í húsgögn osfrv.), kisan varð að vera innikisa og mig langaði í loðna kisu. Hún labbaði ekki með okkur í gegnum athvarfið heldur sagði að mig minnir að hún væri með fullkomna kisu fyrir ykkur, bað okkur um að fylgja sér inn og sýndi okkur kisu sem við fórum svo með heim. Hun hafði á réttu að standa, kisan mín er nákvæmlega eins og mig dreymdi um og miklu meira en það. Þessi ráðlagði okkur helling varðandi feldinn á honum, kvefið sem hann hafði nælt sér í og matinn sem hann ætti að borða, hvorugt okkar hafði neit vit á kisum, ég hef ekki átt kött síðan ég var barn og kærastinn minn hefur aldrei átt kött. hún meira að segja lánaði okkur búr til þess að fara með hann heim í.
Því meira sem að maður getur sagt þeim um hvað maður er að leita eftir þvi meira geta þær aðstoðað mann, svo ég mæli með að vera með það á hreynu, annars er líklegra að þú verðir ósátt eftir á.
ég hef ekkert annað en gott að segja um kattholt.
kv. tanja