Þetta er nú mismunur á milli manns og kattar.
Köttur á sinni 20 ára ævi gengur að meðaltali um 19.600 mílur meðan venjulegur maður gengur á 20 árum 12.300 mílur svo mismunurinn er 7.300 mílur kettinum í hag.
Á heilli mannsævi sem spannar um 80 ár gengur maðurinn um 2. sinnum utan um jörðina 49.000 mílur á meðan kötturinn á sínum 20 árum færi til Ástralíu og til baka aftur eins og ekkert sé.
Go-Cat kattarmatarfyrirtækið segir að venjulegur köttur sem fær að ráfa út og inn gengur venjulega um 980 mílur á ári - og þá miðað við að hann fái góðan mat heima og þurfi ekki að veiða sér til matar.
Ætlaði að reikna út hvað mílur eru margir kílómetrar en læt það eftir einhverjum sem er mað starðfræðina á hreinu.