Fyrir nokkrum dögum fannst lítill sætur kettlingur á götunni eftir að hafa verið fleygt út úr bifreið á ferð sem brunaði svo í burtu. Hún var svo ánægð að komast í skjól eftir að hafa verið úti í nokkra daga.
Við ætluðum að taka hana að okkur af því að hún er svo blíð og góð en það er hundur á heimilinu fyrir svo það er erfitt samband.
Sonur systur minnar er með ofnæmi og þess vegna getur systir mín ekki haft köttinn þannig að við vitum ekki um neitt gott heimili fyrir kisuna. Við viljum ekki þurfa að senda hana í Kattholt fyrst að hún er svo kassavön og heppilegt gæludýr fyrir börn. Ef enginn getur tekið hana verðum við að neyðast til þess
Það er hræðilegt hvernig fólk fer með gæludýrin sýn og við vonum að einhver hér inni lesi þetta og hafi áhuga á að hjálpa okkur með að koma þessari litlu perlu á gott heimili. :)
Við keyptum búr, kattarsand ofl. fyrir kisuna því við vonuðumst til að getað haft hana. Við ætluðum að reyna að selja þessa hluti með kisunni fyrir 5 þús. krónur, en að sjálfsögðu er engin skylda að taka þá með. :)
Bætt við 3. september 2006 - 15:01
Þeir sem hafa áhuga á að taka kisuna vinsamlegast sendið mér skilaboð hér á Huga eða skrifi athugasemd hér svo við getum verið í sambandi.