Væntanlega bæði villiketti og heimilisketti sem fá að fara út. Kettir eru mjög góð veiðidýr þannig að þeir verða ekki hungurmorða þó það sé enginn sem gefur þeim að éta en hins vegar er margt úti sem er hættulegt fyrir ketti, t.d. bílar, lausir hundar, aðrir kettir, komist í eitur, stundum fólk og svo geta þeir líka lokast inni í geymslum eða skúrum og geta drepist þannig ef enginn á erindi þangað.
Auðvitað geta þessir kettir orðið gamlir ef þeir eru heppnir en það er líka mjög algengt að fólk sé að missa mjög unga ketti t.d. fyrir bíl og það dregur meðaltalið niður.