Ég á kött sem heitir Kjáni. Kjáni er 9 mánaða gamall og er grábröndóttur blandaður köttur.
Þegar ég var nýbúin að fá hann var hann algjört krútt, alltaf utan í manni að mala og veiða mann. Hann er rosalega kelinn en samt algjör veiðiköttur.
Þegar hann hefur ekkert til að veiða fer hann í veiðistellingu og horfir á skottið á sér og veiðir það þegar það gefst tækifæri til. Og það er eins og hann fatti ekki að þetta sé skottið hans og svo hleypur hann í endalausa hringi á eftir skottinu og þegar hann loksins nær því bítur hann svo fast að hann mjálmar. Hann er algjört Kjánaprik og mikið krútt.
Litla systir mín er 5 ára og dröslast með hann útum allt. Hann gerir ekkert við hana og leyfir henni bara að taka sig upp á skottinu og halda á sér allann daginn því hann veit að hann á ekki eftir að sleppa úr klónum á henni því hún er frekari en hann. Og svo endar það alltaf með því að litla krúttið sofnar í dúkkukerrunni og allir bráðna þegar þeir labba fram hjá. Kjáni dúlla bítur aldrei okkur og er alltaf rosa góður.En mig langaði bara að segja frá sætu kisunni minni sem ég elska útaf lífinu.
Atsjú….