Þú ert ekki að kvelja dýrið með því að hafa það inni, þú ert að vernda það fyrir illa innrættu fólki, og umferð, fyrir utan flær lýs og smitsjúkdóma sem kötturinn getur fengið. Það hefst ekkert gott uppúr því að hafa köttinn sinn úti. Þú þarft ekki að fá þér einhverja sérstaka tegund, bara fá þér kött sem hefur ekki vanist útiveru, þeir sakna ekki þess sem þeir þekkja ekki, sama hvaða tengundin er.
Með að kötturinn skemmi ekki neitt, sko þú ert alltaf að taka áhættu með að taka dýr inná heimilið, ef ef þú ert að hafa svona miklar áhyggjur af íbúðinni ættiru kannski að endurskoða þetta.
Kettir eru misjafnir, einn sem ég átti var uppi á öllu, og alltaf að brjóta hluti, enn fressinn sem ég á núna skemmir aldrei neitt, og er svakalega rólegur.
Þó svo þú lendir á besta ketti í heimi getur alltaf komið fyrir slys, þeir reka sig í og henda einhverju um koll. Svo er líka að þegar kettir liggja útaf og líða vel þá “trampa” þeir með loppunum, og klærnar úti þannig það gæti með tímanum sést á td sófa.
Innikettir fá útrás fyrir veiðieðlið með því að hlaupa allt í einu á fullum hraða fram og til baka, þetta er mjög eðlilegt. Svo kemur hann til með að hlaupa um og leika sér, þannig ef þú ert með parket gæti komið einhver klórför.
Besta leiðin til að minnka þessi áhrif af klónum þeirra er að klippa þær reglulega, annað hvort hjá dýralækni, og svo getiru keypt þér sérstök skæri líka.
Þú verður nátturulega að hafa klórubretti til staðar alltaf, held að það komi í flestum tilfellum fyrir að kettir klóra í annað sem þeir eiga ekki að gera.
Þú getur farið á google.com og leitað að td “cat behavior” og fengið fullt að upplýsingum þar hvernig er best að siða ketti til og kenna þeim, mjög góðar upplýsingar til. Þó þú getur ekki búið við að það sjáist hvergi á íbúðinni eftir köttinn þá er vel hægt að halda því í lágmarki.
Before you criticize someone you should walk a mile in their shoes…