“Don't play with bitches, they know how to play better”
Matartímar
Ég á einn verðandi 11 ára gamlann fress og okkur þykir rosalega vænt um hann. Það er bara eitt sem hann gerir sem er alveg rosalega þreytandi/pirrandi. Hann er alltaf að betla annan mat heldur en hann hefur,(þá s.s. fisk eða dósamat)og við gefum honum hann þá (látum oft eftir honum)en ef ekkert er til verður hann að sætta sig við þurrmat,hann er alltaf með þurrmat og stundum 2-3 tegundir í einu, svo þegar við komum heim úr skóla/vinnu er hann kannski búinn að vera úti á meðan og um leið og við komum inn byrjar hann að betla, og um matmálstíma hjá okkur þá horfir hann á okkur eins og við séum sjálfselskar að borða sjálfar og gefa honum ekkert. En samt er alltaf þurrmatur hjá honum.Við vitum það líka að þegar hann betlar þá er hann bara að frekjast því ef hann væri svona rosalega svangur eins og hann þykjist alltaf vera (til að fá eitthvað) þá myndi hann borða þurrmatinn. Og þegar hann betlar svona þá horfir hann þannig á mann að maður fær samviskubit..:( svo vorum við að stinga uppá því að hafa sérstaka matartíma hjá honum og kalla þá í hann í mat. Það yrði þá : morgunmatur,hádegismatur,kvöldmatur og smá fyrir svefninn. Og þá kem ég að því sem ég ætlaði að spyrja, Er hægt að kenna honum þessa matartíma þó hann sé orðinn svona gamall ? lætur hann þrjóskuna bara ráða, eða er þetta bara eins og að kenna gömlum hundi að sitja ?