Jæja, ég er að gefa tvær ýkt sætar loðhnoðrakisur. Sjáðu bara!! http://www.flickr.com/photos/34494428@N00
Þær eru 1 og 3 ára og eru blandaðar af norskum skógarketti og íslenskum húsketti. Þær eru báðar læður, húsvanar, kunna alla venjulega hússiðina og eru aldar upp sem innikisur og virðast bara mjög hamingjusamar með það. Þær eru góðar vinkonur en ég er að reyna að finna heimili fyrir þær báðar, en ég gef þær annað hvort saman eða í sitthvoru lagi, alveg sama. En þeim fylgir einn kattasandkassi, matarskál og vatnsskál.
Ég myndi gera mikið fyrir að finna gott heimili fyrir þær svo hafið bara samand ef það er eitthvað varðandi kisurnar, og ef þið viljið koma og skoða þær þá er bara að koma heim til mín í miðbænum einhverntíma eftir kl 18. Er samt að vinna rétt hjá svo ég gæti alltaf farið heim hvenær sem er til að sýna kisurnar.
Endilega láttu heyra í þér ef þig langar í kisu eða veist um einhvern. Hér er linkur á myndaalbúm fyrir kisurnar, rosa sætar… http://www.flickr.com/photos/34494428@N00
Bestu kveðjur, Tinna Sigurðardóttir gsm: 8976899