Sko ég er að passa kisur nágranna minna. Þau búa á efri hæðinni, þannig það er ekkert mál. Það er ein feit kisa, hún er mamman, hún er í eldri kantinum, ekki mikið samt :/ Og svo er það litla kisan sem er kettlingur feitu kisunar. Samt ekki kettlingur lengur. Svo virðist sem Feita þolir ekki Litla, en stundum eiga þau góða stund saman….þegar þau eru ekki að klóra hvort annað.
Kisurnar eru báðar elskulgear, enda er ég oft með þeim. Litla gerir stykkin sín í kassan, en Feita fer alltaf út.
Og þá kem ég að kjarna málsins. Feita vill alltaf fara út um kvöldið í smá stund, ók. En sú Litla vill það líka. Þar er vandamálið.
Sú Litla er svo mikill óviti að ég veit ekki hvort hún er með greindavísitölu :S Ég hleypti henni einusinni út um kvöldið. Hún var að sprikla um úti og þannnig. En það endaði með því að ég þurfti að ná í hana. Og einusinni týndist hún í smá tíma. 1 dag minnir mig :/
En já, Litla er bara ekki treystandi að fara út um kvöldið. Ekki vill hún fara út um daginn,pfff. Þannig að ég hleypi henni ekki út um kvöldið. Ef það væri um miðjan dag, þá væri það ekki vandamál.
En þegar hún fær ekki að fara út þá gólar hún rosalega á ganginum í smá tíma. Og ég vorkenni henni svo. En ég tek ekki sjensin, því ég er bara að passa.
Þannig að hér er spurningin mín: ætti ég að taka sjensinn og hleypa Litlu út um kvöldið eða ætti ég að halda áfram að að hafa hana inni :/??????
Ps, þær hafa ekki nöfn, bara Feita(mamman) og Litla kisan(kettlingurinn)