Hvað eru læður lengi að breima?

Ég á þriggja ára læðu sem hefur alltaf verið á pillunni. Svo gleymdist það óvart núna (við vitum ekki hvað lengi, það var einhver ruglingur á þessu) og hún er að breima :S Hún byrjaði í fyrradag og er búin að vera væla síðustu daga. Hún er útiköttur og pissar alltaf úti svo við getum eiginlega ekki lokað hana alveg inni, hvað eigum við að gera? Hún er alltaf vælandi og gerir svona óánægjuhljóð og ég vorkenni henni svo :S Það eru tveir högnar á eftir henni, einn villiköttur og einn köttur sem vinkona mín á (hann er bara unglingur :P) en ég held að okkur hafi tekist að fæla þá í burtu í bili.

Svo erum við ekki viss hvort við viljum leyfa henni að eiga kettlinga. Hún er frekar lítil og hefur alltaf verið eins og kettlingur, alveg sérstaklega skemmtilegur köttur. Við erum svo hrædd um að hún breytist í skapi við að eiga kettlinga eða ef við tökum hana úr sambandi en kannski er bara kominn tími á annað hvort.

Öll ráð vel þegin :P