kisur fara í hárlos á vorin, það er bara eðlilegt, en ef þetta heldur áfram langt fram á sumar þá er hægt að fá fóður í dýrabúðunum, þetta gæti þá kannski verið einhver vítamínskortur… En engar áhyggjur, þetta er bara af því það er vor :)
Þetta er algengt á vorin. Í fyrra fékk kisan mín sérstaklega mikið hárlos. Ég tók bara gamlan hárbursta og greiddi henni vel og vandlega (hún minnkaði í alvörunni!!), þurfti nokkrum sinnum að “tæma” hárburstann (taka öll hárin) því það var svo mikið.
Gangi þér vel, það er ekki gaman að hafa of mikið af hárum úti um allt :S
Ég gleymdi að segja að þá var kisan mín ekkert á slæmu fæði, bara eins og hún hefur verið á lengi. Það var bara eins og hún væri að skipa algjörlega um feld, ætli það gerist ekki stundum …
Þetta er mjög eðlilegt en það eru hinsvegar sumir kattamatar betri en aðrir, s.s. sumir kattamatar láta kettina fara í enn meira hárlos en þeir þurfa. Spurðu bara í gæludýrabúðum um hvað er best fyrir kisuna þína ;)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..