Mig vantar góðan Megrunarkúr fyrir Kisu mína… hún er orðin svo feit… að hún kemmst ekki inní kúkakofann sinn!! er ekki til dannski kúrinn fyrir kétti??? etta er ekki djók!!
Þú getur náttúrulega gefið kisunni þinni minna að borða. Kettir eru yfirleitt fljótir að grennast þannig ef þú gefur henni minna þá ætti hún að grennast fljótt. Annars er líka hægt að kaupa sérstakt megrunarfóður, en passaðu að það sé með mikið af próteini og lítið af fitu því ef það er of lítið af próteini í því þá léttist kötturinn ekki.
Talaðu við dýralækni. Hann á örugglega eitthvað sérstakt fóður. Ég fékk svoleiðis frá mínum dýralækni, reyndar bara gefins af því ég þekki hann, kisan mín er ekkert of feit og vildi heldur ekki éta þetta :P.
Þú verður að fara í dýrabúðina þar sem þú kaupir matinn og fá svona mæliglas. Það gerði ég. Starfsmennirnir gefa þér upp hvað kötturinn á að fá mikið og hversu oft á dag. Svo gerir þú bara strik á glasið þar. Svo gefurðu kettinum eftir því.
PS: Ekki gleyma því að hreyfing er mjög holl fyrir köttinn þinn ;)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..