Ef kötturinn er að breima þá er það læða. Högnar breima ekki en ef þeir eru ekki geldir þá fara þeir næstum því undantekningarlaust á flakk og geta horfið svo mánuðum skiptir. Ef þetta er læða sem er að breima þá fer hún yfirleitt ekki frá heimilinu, en það geta farið að koma högnar frá öðrum bæjum. Læður breima yfirleitt í 5-7 daga og breima næstum því í hverjum mánuði, þannig að það þarf að setja hana á getnaðarvörn, eða láta taka hana úr sambandi. Eins ef þetta er högni þá þarf að gelda hann.