Jæja, ég vildi bara senda hingað inn smá “kattafróðleik”, ég held samt að flestir hér viti af þessu en ég set þetta samt hér inn.

Ef þið eruð að leita ykkur að ketti þá finnst mér rétt að láta ykkur vita að það eru miklu meiri líkur á að ofnæmi þróist hjá fólki ef það er í kringum dökka ketti (svarta og dökkbrúna) heldur en ljósa (hvíta, rauða, ljósbrúna). Einnig ef þið hafið nú þegar ofnæmi fyrir köttum þá er ofnæmið miklu verra þegar þið umgangist dökka ketti heldur en ljósa.