Nei það er ekki hægt að fá Drinkwell kattarbrunn á Íslandi. Reyndar á ég einn svoleiðis, en ég pantaði hann í gegnum netið og það var MJÖG dýrt. Gætir prófað www.shop.usa þannig að það myndi kosta minna að flytja brunninn.
Ég á 6 ketti og þeir elska þennan brunn. Ég held að þeir drekki samanlagt meira en líter á dag í þessum brunni, sem er mikið meira heldur en þeir gerðu, en yfirleitt drekka kettir allt of lítið og það getur gert þá veika. Sem sagt búin að eiga þennan brunn síðan í september og hann er alger snilld. Ef þú myndir kaupa Drinkwell þá myndi ég mæla með því að þú kaupir líka safndunk fyrir vatnið því annars þarf maður alltaf að setja vatn í brunninn, og maður getur eyðilagt dæluna ef það er ekkert vatn í brunninum.
Kveðja
Heiðrún og kettirnir 6