Mínir kettir heita:
1. Múddi (er skírður Þormóður, múddi bara gælunafn)
2. Snælda, ég veit að þetta er algengt kisunafn, en bara svo gamalt og fallegt og svo er þessi kisa svo snælduleg.
3. Ljósálfa Afródíta, það er ræktunarnafnin (hún er hreinræktaður norskur skógarköttur), annars köllum við hana alltaf “hvíta kisa”, því hún er alveg heyrnarlaus þannig að hún heyrir hvort sem er ekki nafnið sitt.
4. Nátthaga Vicky, hún er hreinræktaður Bengal og er skírð eftir einhverri Vicky sem vann Eurovision 1970- og eitthvað.
5. Typhai Icelandic princess of Nátthagi, hreinræktuð snjóbengal kisa, og er alltaf kölluð Icy (og þá aftur eftir Icy hópnum sem fór fyrst á eurovision, ræktandinn smá eurovision-fan). Stundum líka Kölluð Icy-spicy.
6. Eagel-Storm Beethoven Krummi, hreinræktaður maine coon (amerískur skógarköttur). Ég valdi hann nokkurra daga gamlan og skírði hann um leið Krumma, restin er ræktunarnafn. Krummi passar við hann því hann er svartur/smoke og er rosalega hrekkjóttur.
Kveðja
Heiðrún