Breytir dauðum köttum í díselolíu
Þýskur uppfinningamaður segist hafa fundið leið til að framleiða ódýra díselolíu úr dauðum köttum.

Segist uppfinningamaðurinn, dr Christian Koch, nota gamla hjólbarða og dýrahræ til að framleiða olíuna.

Fyrst er efnið hitað upp í 300 gráður til að losa úr því kolvetni sem síðan er breytt í díselolíu með hvataumriðli.

Segir Koch að úr þessu fáist hágæða lífræn díselolía sem er þar að auki hræódýr.

Úr hræi af fullvöxnum ketti megi fá um 2,5 lítra, og geta menn síðan reiknað út frá því hvað það kostar marga ketti að fylla tankinn.


sumt fólk í dag er vænggefið að breyta dauðum köttum í dísel olíu snarbilaður þessi uppfinningamaður ég held að hann mundi ekki vilja láta breyta sér í dísel olíu eða einhverja þegar hann er dauður!