Halló kattaþjónar (ég veit ekki með aðra en kettirnir mínir líta allavega ekki á mig sem eiganda, bara eins og hvern annan þjón).

Hvernig er það með ykkur sem eigið innikisur, fariði einhverntíman með þær í labbitúr í ól? Ef svo er, hvernig eru þær að fíla það og hversu langan tíma tók að venja kisa á ólina?

Ég er með tvær kisur sem ég fer með út í labbitúra til skiptis. Þær eru enn soldið óvanar, en mjög forvitnar og þær kunna þessu alls ekki illa. Það er bara alveg rosalegur munur á lítilli íbúð og stóra ljóta heiminum :þ Algjört brill þegar annar kötturinn lenti í fyrsta skipti í vindhviðu… Vissi ekki hvert ég ætlaði, ég hló svo mikið að viðbrögðunum hjá grey kettinum :D