Ívan, kötturinn minn fór allt í einu að míga í sængina mína og ég hélt bara að þetta væri ábending á það að ég þyrfti að fara að láta gelda hinn högnann minn en fór þó með Ívan til dýralæknis og varð að skilja hann þar eftir. Dýralæknirinn sagði að hún þyrfti þvagsýni til að gá hvort að þetta gæti ekki bara verið þvagfærasýking en þá kom í ljós að hann er með sykursýki og Elva (dýralæknirinn) sagði að það þyrfti að lóga honum. Seinna um daginn fór mamma mín með litla högnann minn og ætlaði að láta gelda hann. Þá fékk hún að vita að kannski væri hægt að láta hann á einhver lyf til að minnka einhver blóðkorn til að laga sykursýkina aðeins. Það er ennþá í athugun en ef ég fæ einhverju ráðið þá verður kötturinn svæfður bara.
Hefur einhver lent í sykursýki?
Nafli er lok fyrir ástand í alheimsvanda, úti sem og Gabríel…