Ég held að þetta sé útaf því að það er komið frost úti. Allt verður miklu rafmagnaðara þá. Eitt það magnaðasta sem ég hef séð í sambandi við rafmagnaðan kött, var þegar gamli kötturinn minn hoppaði einhverntíman upp í rúm hjá mér um miðja nótt, og ætlaði að leggjast til fóta. Ég náttúrulega gat ekki látið kattargreyið í friði, þannig að ég dró hana til mín eftir endilöngu rúminu. Ég hef aldrei séð aðra eins neistaslóð! Taka skal fram að það var teppi úr gerfiefni á rúminu, sem hefur orsakað þetta rosalega neistaflug þegar kötturinn dróst eftir því. Þetta var náttúrulega í svartamyrkri, og ekkert smá flott!
Tek það líka fram að kettinum varð ekki meint af :)