Ég bara verð að deila þessu með ykkur hérna! =)
Ég keypti í dag svona catnip fyrir kettina mína. Fyrir þá sem ekki vita þá er það nokkurskonar kattagras, og eru flestir kettir vægast sagt mjög hrifnir af lyktinni af því. Viðbrögðin eru yfirleitt þau að kötturinn nuddar sér í efnið (eða því sem því hefur verið úðað á) og getur jafnvel farið í nokkurskonar vímu.
Jæja, til að byrja með var þetta í mjöööög svo tvíræðum umbúðum, fjórir litlir plastpokar með smellulás, heftaðir á pappaspjald, og innihaldið var þurrkað gras.
Þegar ég kem heim byrja ég að setja smávegis af þessu á disk og leyfi köttunum að þefa. Önnur fer að sleikja þetta og hin fer að þefa mjög ákaft. Eftir smá stund eru þær báðar farnar að velta sér í þessu á fullu :D
Næst tók ég smá af þessu og dreifði á klórustaurinn þeirra, í “húsið” þeirra sem er undir staurnum og í “rörið” sem hangir í klórunni. Núna eru þær að hringsnúast á klórunni og rúllandi sér á fullu inní húsinu, örugglega í fljúgandi vímu :D Alveg ótrúlega fyndið!
Tek það fram að þetta á að vera algjörlega skaðlaust fyrir ketti, enda er þetta selt í öllum gæludýrabúðum. Þetta er m.a. notað í flest leikföng, til að hæna ketti að þeim.