Ég er nýflutt í fjölbýlishús í breiðholti, og auðvitað tók ég köttinn minn með. Ég byrjaði á því að spyrja allt fólkið hvort það hefði nokkuð á móti því að ég væri með hana, en þau settu það ekki fyrir sig.
Við búum á jarðhæð en það er samt svolítið langt til jarðar, svo að kærastinn minn smíðaði þessa fínu kattartröppu handa henni. Ég hleypti henni ekki út fyrr en eftir svona þrjá daga og hélt að þá væri hún nú örugglega búin að merkja sér sitt svæði og ætti því ekki í vandræðum með að finna leiðina inn.
Svo týndist hún, en eftir þrjá daga var hringt í okkur, hún var fundin.
Ég lét hana vera inni í aðra þrjá daga, en þá var hún orðin alveg ólm í að komast út svo að ég hleypti henni aftur út.
Nú er hún búin að vera týnd í aðra þrjá daga.
Ef einhver hérna hefur séð hana, þá er hún vel merkt. Símanúmerin okkar eru skrifuð á merkimiðann hennar, svo að það ætti ekki að vera vandamál að ná í mig eða kærastann minn. Hún heitir Stemma og er mjög sérstök á litin. Grá, hvít og drapplit. Hún er mjög gæf og malar stanslaust.

En ég er samt alveg ráðalaus. Hvað á ég að gera til að venja hana við nýja heimilið? Hvernig get ég komið í veg fyrir að hún týnist svona?

—–