Æi rosalega er þetta leiðinlegt. Svæfing kostar ekki mjög mikið, kannski 3-4 þús. Ég hef einu sinni lent í því að þurfa að láta svæfa fárveikan og þjáðan kött sem dýralæknirinn sagði að myndi deyja og finna mikið til. Fjárhæðin er ekkert en sársaukinn er verulegur svo hugsaðu þetta vel.
Þú ert sjálfsagt búinn að reyna margt en prófaðu að tala við dýralækni. Er kötturinn geldur? Læður geta nefnilega líka tekið upp á því að merkja, sérstaklega í kringum breim eða kettlingastand, einnig ef margir kettir eru á heimilinu og einhver eignarréttarbarátta í gangi. Það gæti líka einhver sýking verið að hrjá hana, t.d. þvagfærasýking. Kannski er hún að mótmæla einhverju eða einhverjum.
Ég veit vel að það er ekki hægt að eiga gæludýr sem gerir þarfir sínar alls staðar, ekki því halda að ég sé að dæma þig.. ég dáist að þér að vera búin að glíma við þetta í heilt ár…einhverjir væru sennilega búnir að úthýsa kisu fyrir löngu.
Gangi þér vel