Um daginn vorum við kærastan á rúntinum og keyrðum að laugarveginum, og í gangstéttakantinum sáum við dáinn kött… Við snarhemluðum og lögðum svo bílnum og löbbuðum að kettinum og ég tók hann uppí bíl. Við tókum ólina af honum og tékkuðum á eigandanum, svo fórum við að húsi eigandans því það var alveg uppvið þar sem við fundum köttinn… Svo bönkuðum við og töluðum við stelpuna sem átti köttinn og sögðum að við hefðum fundið hann dáinn og það hafi verið keyrt yfir hann.. Hún var dáldið skelkuð og elti mig útí bíl. Svo tók ég köttinn upp og rétti henni hann, og hún fór að gráta. Og við vorkenndum henni svo mikið og ég er búinn að vera leiður og frekar reiður í kvöld. Og boðskapur þessarar póstar er: AFHVERJU DRULLAST FÓLK EKKI SEM KEYRIR yfir KETTI TIL ÞESS AÐ FARA MEÐ KÖTTINN TIL EIGANDANS OG FEISA ÞÆR AFLEIÐINGAR AÐ HAFA KEYRT YFIR HANN!!!? HRIKALEGA GETUR FÓLK VERIÐ LAME! Ef við hefðum ekki farið til hennar og sagt hann að við hefðum fundið hann, þá hefði hún daginn eftir séð köttinn fyrir utan húsið og farið í enn meiri grát og shock… Er fólk virkilega svona sjálfelskt að geta farið til eigandans og sagt honum að hann/hún hafi keyrt yfir hann eða drepið hann óvart á einhvern hátt?