Það fer eftir ýmsu. Oft eru kettlingar sem verða svartir þegar þeir verða fullorðnir, einhvernveginn svartbröndóttir þegar þeir eru kettlingar, sama á við gráa kettlinga, þeir verða líka oft gráir með bröndur, en verða seinna meir algráir. En ef kettlingurinn er greinilega grár á litinn þá verður hann grár seinna meir, en kettlingur sem er mjög dökkgrár og með bröndur verður sennilega svartur þegar hann verður stór.
Kveðja
Heiðrún