Sumir kettir þola ekki mjólk þannig ef kötturinn ælir mjólkinni þá á alls ekki að gefa honum mjólk. Annars á alltaf að hafa vatn hjá kettinum og þú verður að skipta um vatn daglega og bursta vatnsdallinn, því það myndast slý í vatnsskálinni sem gerir vatnið vont og getur látið köttinn verða veikan. Ég gef mínum köttum mjólk svona spari, og er svo heppin að þeir sem þola hana drekka hana en hinir láta hana í friði.
Kattarmaturinn er líka mjög mikilvægur. Alls ekki gefa kettinum mat sem er keyptur í stórmarkaði. Farðu í gæludýrabúð eða dýralæknastofu og keyptu mat þar. Mínir kettir fá Proformance mat sem er rosalega góður og ekki spillir fyrir að hann er mikið ódýrari heldur en venjulegur gæðamatur. Hann fæst í furðufuglum og fylgifiskum (hafnarstræti, bleikugróf, mosfellsbæ) og kostar 1250 pokinn sem dugar fyrir kettling í 1-2 mánuði. Kveðja Heiðrún
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..