Ég á 6 ketti, 4 læður og 2 högna. Mér finnst ekki mikill munur á kynjunum, allir sitthvorir persónuleikar. Eina sem ég hef tekið eftir er að högnarnir sækja meira í kvenfólk og læðurnar í menn, annars er það ekki algilt. Það fer eftir kettinum sjálfum hvort hann sé auðveldur eða ekki, mér finnst það ekki fara eftir kyni. Reyndar er dýrara að taka læður úr sambandi heldur en að gelda högna, en það er mesti munurinn. Vandið valið á kettinum, það er mikilvægast. Ef þið fáið kettling verið viss um að hann sé heilbrigður og ekki fælinn. Athugið hvernig lundarfar mamma kettlingsins er með, það segir oft mikið um hvernig kettlingurinn er.
Það er ekki verra að fá fullorðinn kött, trúið mér. Ef maður fær fullorðinn kött þá veit maður nákvæmlega hvernig kötturinn er. Maður sleppur við að hlutirnir manns séu eyðilagðir af kettlingi og þarf oftast ekki að kenna kettinum góða siði, því það er búið að kenna honum. Kettir eiga líka auðvelt með að tengjast nýjum eigendum þó þeir séu ekki lengur kettlingar. Ég tala af reynslu enda hafa 4 af mínum köttum komið til mín 1-5 ára gamlir, sumir mjög illa farnir andlega, en með umhyggju og ástúð þá eru þetta orðnar algerar kúrurófur.
Gangi ykkur vel
Heiðrún