Læður hafa líka þörf til að merkja. Þannig að þetta á líka við læður. Það eru ekki margir sem vita þetta en ógeldar læður geta merkt eins og ógeldir högnar, og ég hef persónulega reynslu af því. Ég á læðu sem var á pillunni. Hún fékk allt í einu harða spena eins og þeir væru fullir af mjólk, þannig að ég tók hana af pillunni, ef hún væri kettlingafull, því pilla veldur fósturláti og andvana fæðingum. En nei hún var aldeilis ekki kettlingafull og byrjaði að breima. Svo byrjaði ég að finna lykt sem var nákvæmlega eins og merkjavökvi ógelds högna. Svo sá ég hana spreyja og lyktin af þeim vökva var eins súr og ógeðsleg eins og hjá ógeldum högna, og var hún búin að merkja allt húsið þannig að mín var lokuð inn á klósetti í 2-3 daga og svo var skrúbbað, og þegar hún hætti að breima var farið með hana strax til dýralæknis til að taka hana úr sambandi, sem betur fer, því það fundust pokar fullir af greftri á eggjastokkunum hennar, sem höfðu valdið hörðu spenunum (hormónarugl), og voru lífshættulegir.
Kveðja
Heiðrún