Hæhæ, nú þarf ég aftur hjálp með kettlingana mína, þessi rándýra bók sem ég keypti segir manni ekkert af þessum hlutum! Allavegna, hvenær get ég farið að leyfa þeim að fara út sjálfar? Þær eru rétt rúmlega þriggja mánaða núna og ennþá voða miklir kjánar. Í seinustu viku tók ég þær aðeins út í garð og þær voru mikið að reyna að hlaupa burtu frá mér, lá við að önnur hlypi út á götu!
Væri þakklát fyrir svör úr reynslubanka ykkar. :)