Þannig er að ég á tveggja ára læðu sem hrædd við eigin skugga. Fyrst þegar ég fékk hana hoppaði hún tvisvar út um glugga og fannst á báðum tilfellum sólarhring síðar skjálfandi undir rúmi í kjallara. Eftir það passaði ég að hún kæmist ekki út því ég var hrædd um að hún mundi hreinlega ekki þora aftur heim. Ég var líka að vona að taugaveiklunin mundi eldast af henni. Nú líst mér hins vegar ekki á blikinu því hún er hræddari við umheiminn nú en nokkru sinni áður. Ég gerði smá tilraun um daginn og fór með hana út á gang og lokaði hurðinni að íbúðinni. Ákvað að það væri ágætt fyrsta skrefa. Hún skrapp öll saman, kraup á gólfinu (en lagðist ekki), stakk skottinu undir sig, vældi stanslaust og neitaði að hreyfa sig úr stað. Þá tók ég hana upp og fór með út. Stóð með hana við dyrargættina. Ég vissi ekki að nokkuð dýr gæti skolfið svona mikið. Ég lagði hana niður og hún skaust inn um leið en komst ekki inn í íbúðina því hurðin var ennþá lokuð og kraup þá niður eins og áður. Eg hleypti henni inn og hún þaut undir rúm var þar næstu klukkutímana.

Stóra spurningin er hvort ég get eitthvað gert tl að breyta þessari hegðun hennar eða hvort hún er svona rugluð að eðlisfari? Hún er stanslaust á nálum, vill ekki leyfa manni að halda á sér og skýst í burtu ef maður nálgast. Samt má klappa henni ef hún kemur til manns og hún er til í að skríða upp á mann ef maður liggur út af. En um leið og maður rís upp er hún þotin af stað.
——————