Það má fara að huga að taka ketti úr sambandi um 6 mánaða gamlir eða eldri. Það er misjafnt hvenær kettir verða kynþroska, en það skeður yfirleitt einhverntímann eftir 6 mánaða aldur. Sagðir þú að þú ættir 5 vikna kettlinga. Ég vona að það sé ekki rétt því það er alltof snemmt að taka kettlinga 5 vikna gamla frá móður sinni. Þeir geta fengið hegðunarvandamál, vegna þess að læðan nær ekki að kenna þeim rétta hegðun, þeir geta fengið meltingarvandamál því þeir fá ekki móðurmjólk nógu lengi og svona má lengi telja. Ef ég væri þú og kettlingarnir eru 5 vikna, þá myndi ég láta þá aftur til móður sinnar í að minnsta kosti 3 vikur í viðbót. Þú sérð ekki eftir því. Ef það er ekki hægt, þá þarftu að athuga vel með hvort þeir eru að nærast á matnum sem þú gefur þeim. Þú þyrftir jafnvel að kaupa kettlingamjólkurduft og blanda því saman við kettlingafóður (eins og graut) og svo myndi ég vigta þá daglega til að athuga að þeir séu að dafna.
Ég var að fá mér kettling sem er hreinræktaður og hann var ekki látinn fara frá móður sinni fyrr en hann var 3 mánaða. Þá eru þeir mjög sáttir, og ekkert vesen með þá. 2 mánaða er allt í lagi að gefa frá mömmunni en þeir eru aumari við aðskilnaðinn.
Kveðja
Heiðrún