Whiskas er því miður ekki nógu gott fóður fyrir ketti, og þinn köttur er því miður ekki sá eini sem er með gífurlegt hárlos út af Whiskas matnum. Hráefnið í Whiskas er ekki með öll nauðsynleg efni svo kötturinn dafni, það er líka búið til úr allra ódýrasta hráefni sem hægt er að hafa. Í rauninni ertu bara að borga fyrir markaðssetningu Whiskas, því það er svo sannarlega á hreinu að þeir nota ekki peninginn sem þeir græða á kattareigendum í hráefnið í matnum. Þú ert heldur ekki að spara neinn pening með því að kaupa þennan mat, því kötturinn borðar mikið meira magn af Whiskas út af því að það er svo mikið af fylliefnum í því, þannig að kötturinn er alltaf svangur.
Trúðu mér þegar ég segi að Whiskas er drasl, ég er búin að lesa mikið um næringarfræði katta og veit hvað á að vera í kattarmat svo kötturinn dafni, og manni blöskrar draslið sem á að vera hráefnið í innihaldslýsingu Whiskas fóðursins. Greinilega bara notað það allra, allra ódýrasta og ekkert skrítið að greyið kötturinn sé með hárlos.
Ef ég á að benda þér á kattarmat sem er rosalega góður og er líka mjög ódýr miðað við gæði, þá kemur ekkert annað til greina heldur en Proformance maturinn sem fæst í Furðufuglum og fylgifiskum gæludýraversluninni. 2 kg. af matnum sem dugar fyrir meðalkött í einn mánuð kostar bara 1250 og þá tel ég ekki afslátt með, en maður fær 15% afslátt ef maður skráir sig í kattarklúbb á netinu (bara formsatriði) á www.tjorvar.is. Poki af Whiskas matnum kostar um 500 kr. í Bónus, og ég held að hann sé bara 1 kg. og ég gæti trúað að kötturinn þurfi að borða 3-4 kg. af Whiskas matnum á mánuði, þannig að ég gæti trúað að það yrði ódýrara að fóðra köttinn.
Passaðu bara þegar þú skiptir um fóður að gera það ekki mjög snöggt, byrjaðu að blanda smá af þurrfóðri við Whiskas fóðrið og svo eykurðu magnið þangað til að það er bara fóðrið sem þú skiptir yfir í. Ef þú skiptir strax um fóður þá gæti kisinn fengið smá í magann, ælt, eða fengið niðurgang, en það gengur yfir á nokkrum dögum.
Kveðja
Heiðrún