Grá kisa í 200 Kóp.
Þegar ég hef gengið er meðfram sjónum í vesturbæ Kópavogs þá hef ég nokkrum sinnum séð steingráa læðu á flækingi og hún er alltaf á bílaplaninu á endanum á Sunnubraut. Hún er aldrei með ól en hún hefur alltaf látið mjög vel að mér(eins og breimakisa). Þar sem ég hef séð hana nokkrum sinnum og alltaf ólalausa var ég að spá ef einhver vissi hvort hún væri flækingur eða ekki.