Þetta er ekki spurning um að vera íslensku fræðingur. Heldur að skrifa rétt og fallegt mál og viðhalda eigin tungumáli.
Nema þig langi að eiga tungumál eins og ensku fyrir aðalmál sem er bara blanda af öllum helstu tungumálum veraldar? Enska er jú skemmtilegt tungumál en ég kæri mig ekki um það sem móðurmálið mitt.
Ég er alveg hlynnt því að tungumál á eins opinni síðu og hugi.is þá eigi málfar að vera nokkuð rétt og eðlilegt.
Á eigin síðu, í eigin skólabókum og þar sem takmarkaður fjöldi fólks er, þá er hægt að gera eins og manni sýnist.
BugsBunny - stjórnandi á ketti