Það getur náttúrulega verið misjafnt hvernig fóður fer í ketti, sumir þrífast vel á fóðri sem aðrir þrífast illa á. Einstaklingsbundið bara eins og svo margt annað.
Ég er eingöngu að vísa í næringargildi. Í sumu dýrafóðri er t.d. notuð einhverskonar aska til að bæta uppí fóðrið. Man enganveginn hvaða tegund það er svo ég ætla ekkert að fara að giska á það.
Í whiskas er víst t.d. notað meira af kryddi en mörgum öðrum tegundum, þannig að kettir eru sólgnir í það fóður. Mörgum finnst þetta koma niður á gæðum fóðursins.
Ein regla sem ég fer eftir með það sem ég kaupi fyrir kettina mína, það er að kaupa ekki fóður sem stendur bara “kjöt” eða “fuglakjöt” á, eða “fiskur” (á ensku, vitanlega). Maður veit aldrei hvaða afganga maður er að fá ef lýsingin er svona víðtæk. Ég kaupi bara það sem stendur á af hvaða skepnu fóðrið er, eða úr hverju það er. T.d. beef, salmon, turkey, rabbit eða eitthvað svoleiðis. Hitt finnst mér ekki nógu traustvekjandi.
En ég er náttúrulega alls ekkert að segja að aðrir þurfi að fara eftir þessu, þetta er bara mín persónulega skoðun :)