Kisan mín er mjög loðin og með löng hár. Hún fer alltaf úr hárum á vorin, þetta er sérstaklega slæmt núna. Það er allt loðið og ef maður reynir að klappa henni tekur maður fullt af hárum.

Vitiði um einhver ráð til að minnka þetta? Ég er búin að reyna að greiða henni.


Svo er annað. Hún fær alltaf stóra flóka á hálsinn. Núna er hún með bletti þar sem er miklu minna hár því ég er búin að taka flóka þar.