Margir baða kettina sína og finnst það hið besta mál. Sérstaklega ef kötturinn er ljós á litinn og er mikið úti að leika sér. Hinsvegar finnst þeim ekkert rosalega þæginlegt að vera dýft ofan í vatn og þetta getur verið dálítil barátta. Ég hef baðað mínar kisur og ég ráðlegg þér að skipuleggja þetta vel ef þú ákveður að reyna. Í fyrsta lagi vera búin að klóklippa kisuna (hún Á eftir að klóra þig þegar hún reynir að sleppa úr baðinu). Síðan þarftu að kaupa sérstakt kisusjampó en það geturðu fengið í flestum gæludýrabúðum. Passaðu þig á að kaupa tegund sem meiðir ekki augun í kisu ef sjampóið fer í þau og einnig að sjampóið dragi fram litinn á feldinum. Þegar ég hef baðað mínar þá blanda ég sjampóið með vatni (sirka 2/3 vatn á móti 1/3 sjampó)og hef tilbúið í brúsa. Gott er að vera búin að láta renna í baðið þannig það nái uppá miðjan skrokk á kisu og athugaðu að líkamshiti katta er hærri en okkar þannig ekki hafa vatnið of kalt. Mér finnst mjög gott að fá hjálparmann til að halda kisu meðan feldurinn er skrúbbaður og í guðana bænum mundu að loka baðinu því hún á eftir að reyna að sleppa, sérstaklega í fyrsta skiptið sem þið reynið þetta. Skrúbba svo bara skrokkinn og skola af með sturtuhausnum en ekki setja rennandi vatn yfir andlitið á henni. Köttum finnst mjög vont að fá vatn í eyru og augu. Best er að þrífa það bara með rökum þvottapoka. Hafa svo hreint og rakadrægt handklæði við hendina og þurka kisu litlu vel á eftir. Ef hún er mjög loðin getur verið sniðugt að nota hárþurkuna á hana því henni getur orðið kalt meðan feldurinn er að þorna. Gangi þér vel ef þú ákveður að reyna! :)