Jæja litla læðan mín sem enn er svo ung er að gera mig brjálaðan með þessum látum sínum, ætti ég að halda henni inni á meðan hún er svona? Hversu lengi verður hún svona?
Hún má alls ekki sleppa út þegar hún er að breima nema þig langi að hún fjölgi sér. Þetta gengur yfir, þó þetta sé erfitt meðan á því stendur :) Ég á tvær læður og önnur þeirra virðist breima þriðju hverju viku! Veit samt ekki hvort það sé alveg eðlilegt…
pirrandi er það ekki? Kötturinn minn var svona í 2 vikur… alltaf að rúlla sér og breima… fórum og létum sauma fyrir og hún hefur ekki látið svona síðan
Þegar kisan mín fór að breima var ekki líft á heimilinu á meðan…þannig ég setti hana bara á pilluna..en ég ætla reyndar að láta taka hana úr sambandi bráðlega…
Gefa henni pilluna í 7 daga, hvern dag. Eftir það 1x í viku og svo muni ég drífa hana fljotlega í ófrjósemisaðgerð. Þetta er bara hausverkur að passa upp á breimandi læðu og svo eru þær frekar þreytandi greyin á þessum tíma sem þær breima.
Ég hef mína bara á pillunni. Það er ágætt en við viljum ekki láta taka hana úr sambandi því hún gæti breyst en hún er svo góð eins og hún er. Lætur ennþá eins og kettlingur :P
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..