Jæja þannig er mál með vexti að kötturinn minn er inniköttur með meiru, hún hefur virkilega gaman af því að fara út í glugga og horfa á snjóinn og alla Snjótittlingana. Meðan hún situr þarna þá grettir hún sig og gefur frá sér eitthver viðbjóðsleg gredduhljóð eða guð má vita hvað.
Þetta er líklega mjög venjulegt, en hvað veit ég ?
Og þetta er mjög líklega ekki gredduhljóð þar sem að hún er aftengd :P En endilega segið mér að þetta sé venjulegt svo að ég viti að kötturinn minn sé ekki vangefinn eða eitthvað ;) !