Það kostar eitthvað um 1500 kr. á mánuði gæðafóður fyrir einn kött. Ef þú ert með innikött þá verður þú að gera ráð fyrir kattarsandi. Góður kattarsandur er misjafnlega dýr. Sá besti og ódýrasti fæst í Dýrabæ, Hlíðarsmára 9 og þar fæst líka góður gæðamatur á góðu verði. Sandurinn heitir Cats best. Pokinn kostar 1100 og dugar í nokkra mánuði fyrir einn kött. Aðrar tegundir eru miklu dýrari og lélegri. Svo verður þú að bólusetja köttinn þinn og ormahreinsa einu sinni á ári. Það kostar 2000-5000, fer eftir dýralækni. Svo kaupir maður alltaf eitthvað dót handa þeim og það eru einhverjir hundraðkallar í mánuði. Auk þess er nauðsynlegt að eiga búr sem kostar 2500-5000, helst klórustaur svo húsgögnin fái frið, en það kostar um 3000 kr.
Sem sagt stofnkostnaðurinn er dálítill en það kostar um 2000-3000 fæðið og sandurinn fyrir kött á mánuði.
Kveðja
Heiðrún