Þá er bara að merkja hana með síma og heimilisfangi.
Kettir eldast og þroskast eins og börn. Kisan mun læra með tímanum að koma aftur heim.
Í raun byrja flestar kisur á því að sitja fyrir utan húsið, og færa út kvíarnar smátt og smátt með hverjum deginum sem líður. Þær fara aldrei það langt að þær rati ekki til baka.
Svo er einnig gott að koma upp hljóði sem þú kallar eða eitthvað sem að kisan þín þekkir. Ég kalla á kisuna mína á kvöldin þegar mér þykir hún vera búin að vera úti of lengi, og hún kemur hlaupandi.
Ég hef lent í því að kisan mín komi ekki heim. En þá er það oftast af því að hún hefur elt mig út þegar ég er að fara eitthvað á kvöldin, misst sjónar af mér og ekki viljað fara heima án þess að fá mig með. Þá er best að labba leiðina sem maður fór fyrr um kvöldið og kalla á hana í leiðinni.
Ef þú sinnir kettinum mikið og nærð góðu sambandi við hann/hana þá ætti þetta ekki að vera mikið mál. :)