Ég var með ofnæmi fyrir köttum en það hefur lagast hjá mér og núna á ég kött. Ég held og hef heyrt marga segja að ef þú átt dýr, þá getir þú vanist þínu eigin dýri og hætt að hafa ofnæmi fyrir því þó þú sért áfram með ofnæmi fyrir dýrum annarra.
Þú getur haldið ofnæminu niðri með því að hafa kettina útiketti, þvo þér um hendurnar eftir að þú hefur verið að leika við þá, láta þá ekki liggja á fötunum þínum (hengja fötin upp eða setja inn í skáp þegar þau eru ekki í notkun) og láta þá ekki liggja í rúminu þínu, getur haft rúmteppi á því á daginn og lokað inn til þín á nóttunni eða jafnvel lokað inn í svefnherbergið alltaf svo þeir séu ekki þar. Svo er gott að ryksuga reglulega og sérstaklega ef þú notar ryksugu sem sogar í gegnum vatn en þær eru náttúrulega rándýrar nema þú getir fengið svoleiðis notaða. Sumt fólk hefur keypt svoleiðis og er orðið leitt á þeim.
Þú getur líka fengið þér lofthreinsitæki. Alla vega eru þau seld hér úti, bæði tæki með HEPA filter og tæki sem vinna gegnum rafmagn. Ég hef ekki hugmynd hvar þú myndir kaupa svoleiðis græju á Íslandi en þú getur fundið þau á ebay, t.d. ef þú leitar að air purifier. Þessi með HEPA filternum eru ódýrari en það er kostnaður að skipta um filter og þau eru hávær. Hin sem vinna með rafmagn eru dýrari en ódýrari í rekstri. Þú getur fundið þau á ebay með því að leita að ionizer eða oreck air purifier.
Svo á að hjálpa að baða kettina reglulega en það er nú ekkert víst að þeir séu til í það ef þeir eru ekki vanir því. Annars verður þú bara að finna það út hvort ofnæmið lagast eða hvað. Það er líka allt í lagi að taka pillu af og til ef það er mjög slæmt.