þau vilja farga honum því hann vekur þau á nóttuni til að fara út
Er það virkilega ástæðan?? Ef svo er vita þau greinilega ekki hvernig er að eiga og elska gæludýr. Hvers konar fólk gerir svona? Ég er viss um að þau séu ágætis fólk, en þetta er bara eigingirni!! Drepa saklaust dýr af því þau þurfa að fara á fætur í hvað… 3-4 mínútur? Á fólk við svo mikið svefnvandamál að stríða að það getur ekki sofnað aftur ef það er vakið um miðja nótt. Og er það ástæða til að lóga kettlingnum? Engum hefði nokkurn tíma dottið í hug að losa sig við barn sem grenjar alla nóttina!
Það er líka eins gott, en kisan á þetta ekki skilið. Svo er ýmislegt sem er hægt að gera í málinu eins og bara venja hann á að nota kattasandkassa og sérstaklega á nóttunni.
Það eru til ýmsar leiðir eins og að loka hann inni á baði nokkrar nætur með sandkassa inni hjá sér og eitthvað til að sofa í. Ef hann getur ekki farið út en er kassavanur þá ætti hann að geta gert þarfir sínar í kassann. Svo er hægt að hafa samband við einhvern sem kann vel á ketti.
Ég var virkilega reið þegar ég las þetta. Þetta minnti mig á frétt sem var í sjóvarpinu um fólk sem átti ketti sem fór með þá í Kattholt og lét lóga þeim svo að það gæti farið í sumarfrí. Ég man að það var talað við konu sem vann í Kattholti og henni fannst þetta fáránlegt að gera svona, svo sagði fólkið bara við hana “já við fáum okkur bara nýjan kettling þegar við komum aftur heim”