Hæ hæ kisufólk!
Mig langaði að vita hvort einhver hér gæti gefið mér upplýsingar.
Mig dreymir um að fá mér Bengalkisu eða Bengalkisublending. En, málið er bara að mig langar í læðu sem er frjó. Ef ég kaupi af Nátthaga þá eru þær geldar.
Ástæðan er sú að ég átti eina yndislega kisu í 19 ár sem gjörbreyttist við það að vera tekin úr sambandi. Hún fitnaði og varð skrýtin í skapi.
Nú er ég alls ekki að hugsa um að leyfa henni að eignast kettlinga því hún fengi pilluna og væri innikisa.
Svo er annað, það truflar mig eitthvað að eiga gelding. Mér finnst eitthvað rangt við það að gelda dýr.
Jæja nóg um það. Ég væri voða glöð ef einhver gæti bent mér á hvar/hvort ég get fengið svona kisu.
Með þökkum
Persefone kisulóra