Ég á kött sem heitir Snúður. Ég fékk Snúðu þegar hann var 3 mánaða gamall, þá höfðu þær í Kattholti fundið hann einan ráfandi um niður í miðbæ. Hann er nýorðin 1 árs (hann á afmæli svona um 1.desember) en samt er hann frekar stór og þykkur ekki feitur bara svona mikill einhvernveginn :) Uppáhaldið hans er Mjólk, kjúklingur kúra og leika sér úti. Það er alltaf opinn gluggi fyrir hann nema á nóttinni þá er hann inni. Snúður er algjör kúrukisi og elskar að liggja bara hjá manni =* aftur á móti hatar hann bað! Snúður er einstaklega blíður köttur og yngsti bróðir minn setur hann stundum í kerru og keyrir hann um allt en um daginn setti hann Snúð líka í kassa (ekki lokaðan) og SNúður fór bara að sofa en auðvitað er litli skærulipinn þá stoppaður af ! Þegar Snúður var kettlingur var hann alltaf í þvílíku veiðistuði á nóttunni en það kemur örsjaldan fyrir núna, þá tek ég hann bara og klappa honum aðeins og hann róast. Snúður er æðislegur köttur í alla staði og ég dýrka hann =) samt er ekkert smá pirrandi þegar fólk kemur með þennan ömurlega brandara: ,, má ég éta hann?"