Ég var að spá hvort einhver kannaðist við svona tilfelli… (Vil samt taka það fram að ég ætla að fara með köttinn til dýralæknis á mánudaginn.)

Ég á tvo ca 14 vikna kettlinga. Báðar læður, systur. Þær eru alveg rosalega ólíkar að líkamsgerð, önnur stór og mikil en hin voða lítil og pen. Þessi stóra virðist vera með einhverskonar hnúða eða eitthvað við/undir öllum spenum. Þetta er ekkert stórt, en samt þannig að maður finnur fyrir þessu, en þó ekki sjáanlegt. Þetta gæti mjög vel verið bara einhver bólga sem fylgir kynþroskaskeiðinu, þó ég muni ekki til að hafa heyrt af svoleiðis.

Ég trúi ekki að þetta geti verið júgurkrabbamein eða krabbamein í mjólkurkirtli, þar sem ég hef ekki vitað til að það sé eitthvað sem er algengt hjá kettlingum (hef reyndar aldrei heyrt af því hjá kettlingum) og ég hélt einhvernveginn að langflest slíkt tilfelli tengdust pillunni.

Er einhver sem kannast við svona bólgur/hnúða á kettlingum? Endilega látið vita ef svo er!