Ef kötturinn er með meiri stírur en vanalega þá getur hann verið veikur. Spurningin er hinsvegar hversu mikið. Hann getur einfaldlega haft kvef. Einkenni þess er mjög blautt nef, hást mjálm og hósti. Svo getur verið að það sé eitthvað sem erti augu hans. Svo getur hann verið með alvarlega sýkingu, en ef hann er mjög slappur þá myndi ég ekki hika við að fara með hann til dýralæknis. Annars held ég að hann sé bara með kvef ef hann er hress að öðru leyti. Annars er til sjúkdómur erlendis í köttum sem ég veit ekki hvort sé kominn til íslands en það er kattarherpes sem veldur krónískri útferð í augu.