Nú fer ég alveg að fá litlu Oriental læðuna mína og ég hlakka svo til. Hún er algert æði, svo lítil og sæt. Hún ber nafnið Mánakatta Ilmur og kemur úr Mánakattaræktuninni. Hún verður tilbúin núna um mánaðarmótin.

Hún er allskonar á litinn, grá og bleik einhvernveginn og er náttúrulega rosa tignarleg. Pabbi hennar er Mánakatta Bjarmi og var hann einn fallegasti köttur sem ég hef séð, risastór, 7 kíló og ekki gramm fita.

Ji ég hlakka svo til.

Langaði bara að segja einhverjum frá þessu.